Kraftaverkadrengur á Akureyri

Föstudagurinn 13 júní árið 2003 mun seint falla í gleymsku hjá Írisi Rún Gunnarsdóttur og fjölskyldu hennar. Angantýr Máni, sonur hennar hafði verið í fjósi með pabba sínum, Arnari Gauta Finnssyni, og komist í hreinsilög fyrir mjólkurkerfi og þrátt fyrir að vera vanur því að vera í fjósinu var einhver prakkari í honum þennan dag og hann saup á. Afleiðingarnar voru vægast sagt hræðilegar og var honum um tíma vart hugað líf.  "Við þustum með hann upp á bráðamóttöku og þar var hann strax sendur í svæfingu og myndatöku. Barnalæknirinn sem var á vakt þetta kvöld kom strax að máli við mig og sagði mér hversu alvarlegt þetta var. Vélindað var brunnið frá A-Ö og eitrunin var það mikil að ekki var víst að hann myndi nokkurn tíma jafna sig. Okkur var sagt að það tæki 2 vikur að sjá hversu alvarlegar afleiðingarnar yrðu, ef hann þá lifði af."Angantýr var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í snarhasti þar sem hann gekkst undir aðgerð og rannsóknir. Aþena Sól, dóttir hjónanna og yngri systir Angantýs varð eftir hjá afa sínum og ömmu á Akureyri.

Næstu dagar liðu eins og í móðu. Angantý var haldið sofandi með alls kyns slöngur og tæki tengd við sig. "Það var hræðileg lífsreynsla að sjá barnið sitt svona og geta ekkert gert. Ég hugsaði allan tímann að það besta í stöðunni væri að vera jákvæð og missa aldrei vonina. Þegar ég hringdi í
mína nánustu til að segja þeim hvað hafði gerst var það oftarr en ég ekki ég sem tók að mér hlutverk huggarans," segir Íris og tekur fram að enginn græði á því að vera svartsýnn þegar neyðin steðjar að.


Læknarnir svartsýnir


Læknarnir á spítalanum voru allan tímann vissir í sinni sök um að hann myndi aldrei ná sér að fullu. "Bólgur, sýkingar og öramyndanir er það sem þrengir vélindað eftir svona bruna og valda því að það eyðileggst alveg og nauðsynlegt verður að fjarlægja það, " heldur Íris áfram, "Okkur var sagt að það yrði áreiðanlega raunin með Angantý og þá þyrfti hann að vera með stóma það sem eftir væri og gæti hvorki drukkið né borðað framar." Vitað er um tvö tilfelli síðustu 20 ár þar sem eins bruni kemur við sögu. Í öðru tilfellinu þurfti að nema vélindað á brott en í hinu lifði barnið ekki af.

Brunasárin fljót að hverfa


Íris hefur verið að kynna vörur frá Volare í mörg ár og er hún sannfærð um að þekkingin sem hún hafði á vörunum hafi orðið Angantý lífgjafi. "Strax um nóttina eftir að þetta gerðist fór hausinn af stað og ég fór eðlilega að hugsa eins og hin örvæntingafulla móðir. Ég mundi þá eftir Aloe Vera gelinu frá Volare en það er bólgueyðandi, sýkladrepandi og kemur í veg fyrir öramyndun. Ég varð mér út um gelið undir eins og bar það undir læknana." Íris segir þá hafa verið fulla efasemda og sögðu henni að ekki væri vaninn að fólk kæmi með eigin lyf inn á sjúkrahúsið. Hún fékk þó
að bera gelið á kinnina á Angantý sem einnig hafði brennst.
Daginn eftir voru brunasárin á kinninni svo gott sem horfin. Ekki er nokkur vafi á því að gelið gerði sitt gagn.

Aloe Vera gelið gerði kraftaverk

Eftir þetta fór Íris að gefa Angantý skeið af gelinu, þrátt fyrir mótbárur læknanna, þar sem það má taka það innvortis og á mánudeginum eftir slysið var bólgan úr hálsinum horfin. "Fyrst mátti ekkert fara ofan í kokið þar sem svo mikil hætta var á að það kæmu göt á vélindað. Hann var bara með
slöngu frá nefi ofan í maga en um leið og ég gat fór ég að gefa honum gelið. Þegar hann vaknaði á mánudeginum var hann ruglaður eftir öll lyfin og var greinilega kvalinn en bólgurnar voru samt sem áður horfnar. Hann fékk verkjastillandi stíla en tók illa við þeim og fannst mjög óþægilegt þegar honum voru gefnir þá. Aloe Vera er mjög verkjastillandi og eftir því sem leið á vikuna hætti ég að gefa honum stílana og hélt bara áfram að gefa honum gelið þar sem hann var hættur að kvarta yfir verkjum." Íris segir læknana aldrei hafa viðurkennt fúslega að gelið hafi gert gagn en hún er
viss í sinni sök að ef gelsins hafi ekki við notið væri hann ekki alheilbrigður í dag eins og raun ber vitni.


 Undraverður bati


Aðeins örfáum vikum eftir slysið var bati Angantýs ótrúlegur og í dag er ekkert sem bendir til þess að nokkuð hafi bjátað á litla drenginn. Gegn því sem allir læknar höfðu spáð þá náði hann sér að fullu sem þykir einsdæmi þegar svona bruni á sér stað. "Hann er ótrúlega ljúfur og góður og finnst skemmtilegast að leika sér úti með vinum sínum og föndra. Hann man eftir þessum tíma en finnst frekar óþægilegt þegar fólk minnist á það við hann. Við megum teljast heppin að ekki fór verr því líklega er ekkert eins hræðilegt í öllum heiminum og að missa barnið sitt." Arnar Gauti er að klára nám í viðskiptafræði við Bifröst og Íris er að hefja nám í snyrtifræði í borginni sem hefur lengi verið draumur hjá henni. Þau eru nýgift og framtíðin blasir björt við en þau þakka á hverjum degi fyrir að guðirnir voru þeim hliðhollir þegar neyðin steðjaði að.
 
Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011