Dóttir mín veiktist af einkyrningssótt í janúar 2012. Í kjölfarið hrundi ónæmiskerfið og slímhúðin í munni og hálsi. Blöðrur byrjuðu að myndast á vörunum og vall úr þeim sem varð til þess að svart hrúður myndaðist og óx á vörunum. Svo mikið að munnurinn var galopin en stórt svart hrúðurstykki á milli sem var alveg lokað svo ekkert loft komst á milli. Mikið var rætt hvort um væri að ræða Stevens-Johnson syndrom. Það kom samt ekkert úr þeirri umræði.
Stúlkan var þarna komin með sondu þar sem öll næring og vökvi fór í gegn.  Hún leið mikið fyrir þetta. Hafði enga trú á að henni myndi batna.Það var síðan hún Jóa okkar sem hafði samband við þig og sendi okkar aloe vera gelið frá Volare. Ég prufaði að bera á hana bæði aloe vera gelið og aloe vera gel forte. Hún vildi til að byrja með ekki láta bera á sig, en ég tók á það ráð að vakna nokkrum sinnum yfir nóttina og bera á hana. Það varð til þess að hrúðrið fór að losna og smá stykki að detta af. Það vakti von í litlu sálinni og hún fór að plokka þetta af. Henni var bannað það en gerði engu síður. Það kom meira en hún plokkaði hvert nýtt sem kom. Á endanum hættu hrúðrin að koma og verða svona svakaleg.

Í dag er ekkert að sjá á vörunum á henni. Ég þakka Volare aloe vera gelinu fyrir það.

Sendi með myndir. Byrjun er mynd þar sem þetta var að byrja. Myndin sem heitir verst er tekin eftir að blásið var í aðra nös hennar lofti þar sem hún gat ekki andað.  Endir er mynd sem tekin er þegar við erum komar í dag status á spítalanum og þurftum bara að vera yfir daginn. Stuttu eftir þá mynd, 3 vikum, voru sárin farin. Svo setti ég eina mynd af henni í dag.. engin sár á vörum.Kær kveðja og hjartans þakkir
Hafdís og Anna Karen

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011