Að vera gestgjafi hjá Volare
 
Þegar þú gerist gestgjafi hjá Volare, færð þú kynningu á vörunum í notalegu umhverfi, á þínu heimili.
 
Hvað þarf ég sem gestgjafi að gera?
- Þú býður nokkrum konum heim til þín þann dag sem kynning er bókuð.
- Láttu vita hvað verður í boði t.d. axlanudd eða fótabað.
- Reyndu að fá ákveðin svör hjá þeim sem ætla að mæta.
- Notaðu bæklinginn til að sýna og taka niður pantanir fyrir þær sem hafa áhuga á að kaupa vörur en geta ekki mætt. Með því geturðu aukið söluna á kynningunni þinni umtalsvert og um leið möguleikann á fleiri gjöfum.
 
Kynningin sjálf:
- Hafðu veitingar í lágmarki – t.d. kaffi , gos og nammi í skál eða einn bakki af grænmeti og ávöxtum.
- Ítrekaðu við gestina þína að mæta stundvíslega.
- Njóttu kvöldsins – þetta er kvöldið þitt
 
Gjafirnar þínar:
- Gestgjafi Volare hefur möguleika á að fá vörur að gjöf og afsláttar vörur miðað við sölu.
- Möguleikar á gjöfum við:
17.500 kr. sala: Ein vara í gjöf og ein vara á 50% afslætti.
35.000 kr. sala: Önnur vara bætist við sem gjöf og einnig vara á
50% afslætti.
60.000 kr. sala: Þriðja varan bætist við sem gjöf.
90.000 kr. sala: Fjórða varan bætist við sem gjöf.
 
Góða skemmtun
 
 
Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011