Eftirfarandi viðtal birtist í Blaðinu 14. október 2006. Viðtalið tók Svanhvít Guðmundsdóttir:
 
Krem úr Aloe Vera og Dauðahafinu
Töfragel Melumads

 
Á akri í Ísrael eru ræktaðar Aloe Vera-plöntur á lífrænan hátt. Þær eru handtíndar snemma morguns og notaðar í árangursrík krem samdægurs. Dr. David Melumad er ísraelskur lyfjafræðingur og húðsjúkdómasérfræðingur sem rekur farsælt snyrtivörufyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í vörum úr Aloe Vera og Dauðahafinu. Snyrtivörurnar hafa reynst mjög vel fyrir sóríasis og brunasár og sjálfur segir hann að þau hafi jafnvel bjargað lífi fólks.

„Ég stofnaði fyrirtækið mitt árið 1979 og hef því þrjátíu ára reynslu. Ég lærði lyfjafræði og eitt af því sem truflaði mig var sú staðreynd að í húðsjúkdómafræði og lækningum eru alls kyns vörur með lyfjum í notaðar. Þessar vörur voru nýttar fyrir vandamál, eins og sóríasis og annað. Þetta eru vörur sem þarf að nota í langan tíma enda vandamál-in þrálát og eins var fólk að taka önnur lyf með þessum, lyf með aukaverkunum. Ég rannsakaði þetta í mörg ár svo ég gæti gert þetta á réttan hátt, og þegar ég segi réttan hátt þá meina ég að ná árangri og hjálpa fólki án þess að nota lyf. Mínar vörur eru ekki lækningavörur heldur snyrtivörur en samt sem áður virka þær og fólk sér árangur án aukaverkana. Vörurnar lækna og hafa jafnvel betri áhrif en lækningavörur, án þess að við getum haldið því fram þar sem vörurnar eru skilgreindar sem snyrtivörur.“

Hlotið tvenn verðlaun

Samkvæmt dr. Melumad selur hann margvíslegar vörur en helstu tveir hóparnir eru vörur úr Aloe Vera og Dauðahafinu. „Í Dauðahafinu eru tvær tegundir náttúrlegra gersema, svört leðja og steinefni sem eru mjög sérstök efni. Við notum bæði efnin í alls kyns snyrtivörur því þau hafa góð rakagefandi áhrif og ná jafnvægi á steinefnum húðarinnar. Þau eru því mjög áhrifarík fyrir fólk með húðkvilla, sóríasis, þurra húð og fleiri húðkvilla. Við vorum fyrst til að nýta efni úr Dauðahafinu og erum því frumkvöðlar í því starfi. Við rannsökuðum hvað mætti gera við þessar gersemar til að fá sem besta nýtingu úr þeim en í dag eru mörg merki á markaðnum sem nýta sér gersemar Dauðahafsins,“ segir dr. Melumad sem hefur hlotið tvenn verðlaun fyrir vörur sínar úr Dauðahafinu.

Einstakt Aloe Vera-gel

Í snyrtivörulínu dr. Melumads er mikið af vörum úr Aloe Vera enda eru græðandi áhrif plöntunn-ar vel þekkt. „Við höfum þróað einstaka aðferð til að ná gelinu úr Aloe Vera en við notum Aloe Vera-plöntur sem eru ræktaðar á akri sem við stjórnum. Þetta er lífræn ræktun sem þýðir að við notum ekki áburð, skordýraeitur eða slíkt. Akurinn er á svæði sem við völdum sérstaklega því svæðið er ríkt af steinefnum. Með því að fjarlægja gelið úr plöntunni á þennan sérstaka hátt er Aloe Vera-gelið okkar einstakt og ólíkt öðrum. Það hefur líka sýnt sig að gelið virkar og árangur-inn er mjög góður,“ segir dr. Melumad og bætir við að þessi einstaka aðferð felist meðal annars í því að notaðar eru ferskar plöntur sem tíndar eru samdægurs. „Við notum ekki hita við vinnslu plöntunnar heldur er hún unnin við stofuhita en með því höldum við styrk náttúrlegra innihalds-efna sem er mjög mikilvægt. Önnur vinnsla á Aloe Vera-plöntunni getur breytt eða eyðilagt nátt-úrleg áhrif plöntunnar. Með því að gera það á okkar hátt þá verndum við virkni plöntunnar. Við förum í gegnum fjögur þrep þegar við tökum gelið úr plöntunni. Fyrst einangrum við gelið og hreinsum það. Síðan er gelinu breytt í vökva og gert stöðugt. Það sem er hins vegar mikilvægast er árangurinn sem kremið veitir.“

Bjargaði lífi drengs

Hér til hliðar er saga móður sem telur að Aloe Vera-gel frá dr. Melumad hafi hjálpað mikið til við bata sonar síns en hann slasaðist alvarlega eftir að hafa drukkið hreinsivökva fyrir mjaltavélar. Dr. Melumad þekkir til sögunnar og segir að árangur gelsins hafi ekki komið honum á óvart.
„Ég býst við þessu af vörunni en þetta er mjög hugrökk móðir. Við ráðleggjum vitanlega ekki að Aloe Vera-gelið sé notað í þessum tilgangi því þetta er snyrtivara og er ekki ætluð til að lækna slík meiðsl. Það að gelið virkaði sýnir samt sem áður virkni vörunnar og við erum mjög ánægð að hafa fengið heiðurinn af því að bjarga lífi drengsins.“ Melumad kann fleiri kraftaverkasögur af virkni Aloe Vera-kremanna. „Ungur maður frá Svíþjóð var í gufubaði heima hjá sér, ætlaði að auka aðeins við eldinn og henti bensíni á hann. Hann skaðbrann í andlitinu og læknarnir vissu ekki hvað þeir áttu að gera. Móðir hans bað um leyfi til að nota Aloe Vera Gel Forte á hann og árangurinn varð ótrúlegur, þetta var kraftaverki líkast og ég trúði þessu vart. Í dag er hann með tvo rauða bletti á andlitinu en annars má ekki greina brunasárin. Vandinn með lækna er að þeir hugsa á ákveðinn hátt og trúa ekki á náttúrlegar afurðir.“

Höfum reynslu og sannanir.

Dr. Melumad er þriðja kynslóð lyfjafræðinga og segist því hafa mikinn reynslubanka sem hefur safnast saman í fjölskyldunni fyrir utan þau þrjátíu ár sem hann hefur rekið sitt fyrirtæki. Auk þess hefur hann skrifað ellefu bækur og ótal greinar um snyrtivörur og til að mynda kennslubók í háskóla. „Ég var alltaf viss um að vörurnar myndu hafa þessa góðu virkni og núna höfum við reynsluna og sannanirnar. Við seljum því ekki loforð heldur raunverulegan árangur. Það eru margra ára rannsóknir á bak við vöruna og þrjátíu ára reynsla. Við höfum alls kyns vörur sem hægt er að nota við alls kyns húðkvillum og auk þess höfum við góð krem fyrir ofnæmi, exem og viðkvæma húð.“
Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011