Um fyrirtækið og vörurnar

Húð, heilsa og heillandi fegurð er leiðarljós Volare og er það í samræmi við stefnu fyrirtækisins  að hjálpa fólki að viðhalda góðri heilsu, auka vellíðan og fyrirbyggja sjúkleika.

Vörurnar innihalda hágæða jurtir og eru ríkar af vítamínum og rotvarnarefni eru náttúruleg. Við ræktun jurtanna er ekki notað skordýraeitur. Þær innihalda ekki dýraafurðir eru ekki prófaðar á dýrum. Vörurnar koma í endurnýtanlegum umbúðum.

Gæði á framleiðslu varanna er mikil, jurtirnar eru kaldpressaðar sem tryggir varðveislu á hinum fjölmörgu virku efnum sem er að finna í sérhverri jurt þannig að áhrif og virkni þeirra eru sem mest.   Vörurnar eru framleiddar eftir ströngustu kröfum Evrópusambandsins.

Húð- og heilsuvörur Volare hafa sýnt fram á áralangan og einstakan árangur í meðhöndlun ýmissa húðkvilla en umsagnir okkar góðu viðskiptavina vitna um það og má nánar lesa um það undir fræðslu á síðunni.

Framleiðandi Volare Dr. Melumad er húðsjúkdómafræðingur og með Phd gráðu í lífefnafræði. Markmið hans hefur alla tíð verið að ná góðum árangri við hinum ýmsu húðvandamálum og fegrun húðarinnar með náttúrulegum efnum sem eru ekki skaðleg heilsu og án aukaverkana.

Fyrirtækið hefur starfað á Íslandi síðan 1997 og hefur aðsetur í Vestmannaeyjum.

Lífrænar vörur

Vörur Volare eru hágæða vörur unnar úr náttúrulegum efnum þar sem eitt af grunnefnunum er Aloe vera gel.

Heimakynningar

Þú getur orðið gestgjafi en gestgjafar eru mikilvægasti samstarfsaðili söluráðgjafa. Hann býður til sín fjölskyldu eða vinum og fær söluráðgjafa Volare til að halda kynningu á vöruúrvalinu.

Verslaðu á netinu

Vefverslun Volare sendir hvert á land sem er en einnig erum við með söluráðgjafa um allt land ef þú hefur áhuga á að kynna þér vörurnar betur.